Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Ráðstefnan Björgun

Ráðstefnan Björgun verður haldin 19. til 21. október á Grand hotel Reykjavík. Yfir 60 fyrirlestrar verða í boði auk kynningarbása. Dagskrá stendur frá föstudegi til sunnudags og ráðstefnugjald er 12.500 krónur. Fyrirlestrar á erlendu tungumáli er þýddir á íslensku. HSSR greiðir fyrir félaga með því skilyrði að þeir sjái sér fært um að vera virkir á ráðstefnunni (nokkrir fyrirlestrar) og hafi verið virkir í starfi sveitarinnar á undanförnu ári. Þetta gildir einnig fyrir N-II.

Hér er um að ræða svokallaða brons áskrift að ráðstefnunn HSSR félagar eru hvattir til að kynna sér dagsrá og skoða hvort þeir eigi ekki erindi á nokkur erindi – ) Þáttaka á námskeið sem eru í boði samhliða ráðstefnunni er samkvæmt reglum HSSR um námskeið.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Erikurallið 2012

ErikuRallið 2012

Nú hefjast leikar, skráning er hafin. Hið árlega Erikurall verður haldið 10 nóvember sem upphitun fyrir árshátíðina. Um er að ræða liðakeppni eins og verið hefur seinustu ár. Keppt verður í 3ja manna liðum og er áætlað að keppnin taki um 3-4 klst.

Hvetjum við alla til að koma sér í lið, því það er jú skemmtilegra er að taka þátt en að horfa á aðra keppa.

Skráning fer fram á Kariloga@gmail.com en ekki á d4h. Það sem þarf að koma fram er nafn á liði og nafn á einstaklingunum sem eru í liðinu.

Hér með er skorað á stjórn að koma með lið.

Þegar nær dregur fá lið sendan útbúnaðarlista , reglur um stigagjöf, óskir um mútur og fleira.

Herramannaklúbburinn Erika.

—————-
Texti m. mynd: Sigurvegararnir 2010
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Innskráning og upplýsingagjöf í anddyri

Í byrjun september var hringnum lokað í innleiðingu á Svörun, nýju SMS svörunarkerfi, þegar annars vegar var sett upp innskráningarstöð fyrir félaga og hins vegar skjár sem miðlar upplýsingum um hópaskiptingu og nauðsynlegum upplýsingum um aðgerð til félaga.
Eftirleiðis skrá félagar í HSSR sig í hús við mætingu þannig að bækistöðvarhópur sveitarinnar hafi ávallt tiltækar sem réttastar upplýsingar um hvaða bjargir standi til boða. Þetta eykur töluvert nákvæmni í vinnu hópsins þar sem ekki þarf að leita eftir upplýsingum um félaga í húsi, þær berast honum sjálfkrafa.
Þá eru bundnar vonir við að upplýsingaskjárinn muni auðvelda félögum að fá upplýsingar um stöðu sína í aðgerð ásamt því sem vitað er um þolendur. Þannig geta félagar ávallt leitað á einn stað eftir þessum upplýsingum sem hefur í för með sér aukna skilvirkni og minni sóun á tíma þegar þeir eru að gera sig klára fyrir útkallið.

—————-
Texti m. mynd: Upplýsingaskjár í anddyri
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson

Afmælisárshátíð nálgast

Áttatíu ára afmælisárshátíð HSSR verður haldin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura 10. nóvember. (áður Hótel Loftleiðir). Félögum HSSR býðst að bóka gistingu á sérstökum afslætti aðeins 12.400 krónur fyrir tveggja manna herbergi. Allar nánari upplýsingar um bókunarnúmer og svoleiðis er að finna á D4H.

Árshátíðarnefnd mælir með að tékka snemma inn

taka þátt í ERIKU rallinu sem fer fram í Nauthólsvík og nágrenni

eyða eftirmiðdeginum á Sóley Natura Spa í gufu og sund

léttur blundur, plokkun og hurð

mæta fersk á árshátíð sem þegar stefnir í að verða eftirminnileg
morgunmatur eða brunch og tékka út fyrir hádegi

Athugið að aðeins er hægt að bóka herbergi á þessu verði til 15. október og það er takmarkaður fjöldi herbergja.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Rýnifundur um hálendisvaktina

Þriðjudaginn 9. október verður haldinn rýnifundur þar sem farið verður yfir hálendisvaktina. Allir þeir sjálfboðaliðar sem stóðu vaktina í sumar eru velkomnir á fundinn og eins þeir sem hafa verið fyrri sumur. Markmiðið er að horfa í þá hluti sem vel eru gerðir og það sem betur má fara. Á fundinum verða kynntar helstu tölfræðiniðurstöður sumarsins.Fundurinn hefst kl. 20:00 í Skógarhlíð en einnig verður honum fjarfundað. Þannig geta hópar komið saman í húsnæði sveitar og tekið þátt í fundinum. Þeir sem það vilja þurfa að senda póst á jonas@landsbjorg.is. Fundarboð með hlekk á fundinn verður þá sent til baka.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Sveitarfundur 25. september

Þann 25. september næstkomandi verður haldinn sveitarfundur HSSR í salnum á Malarhöfða 6. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru allir félagar hvattir til að mæta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá nýliða sem voru að hefja starf að fá innsýn í starf HSSR Dagkrá fundarins: Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritaraStjórnin leggur fram skýrslu um starfsemi sveitarinnar frá síðasta sveitarfundi Dagskrá vetrarinsKynning á tillögum laganefndar og stjórnar um lög HSSR sem tekin verða fyrir á aðalfundi. Stærð rekstrarsjóðs HSSRTækjamál sveitarinnar og stefna næstu áraErindi frá ýmsumUppstillingarnefndAfmælisnefndinSkemmtinefnd um árshátíðKynning á svörun í útköllum og innskráningu í húsStutt kynning á flugslysaæfingu á ReykjarvíkurflugvelliStutt kynning á sjúkrabúnaðiKynning á æfingu í Grænlandi Stjórn hvetur alla félaga að fjölmenna!

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Námskeið í grunnatriðum fjallabjörgunar

Nú um helgina var haldið námskeið á vegum björgunarskólans í grunnatriðum fjallabjörgunar.

Nokkrir félagar úr fjallahópi sátu námskeiðið sem stóð frá föstudegi fram á sunnudag. Farið í öryggi í fjallabjörgun, uppsetningu björgunarkerfa, Panorama Pick up björgunarkerfi án þess að nota börur og svo loks brattbrekkubjörgun.

Frá fjallahópi voru: Ragnar, Hilmar Már, Rún, Tomasz, Sigþóra, Ivar Blöndahl og Tinni.

—————-
Texti m. mynd: Allir með athyglina í lagi.
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen

Hjálparsveitarfótboltinn

Nú er að hefjast nýtt leikár hjálparsveitarfótboltans víðfræga. Í vetur verður spilað á þriðjudögum kl. 22.00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda og byrjar hann næstkomandi þriðjudag. Hvet alla til að kíkja og prófa en bendi á að félagar greiða hóflegt gjald á móts við hjálparsveitina.

—————-
Höfundur: Kjartan Óli Valsson

Sjúkrahópur

Nú fer sjúkrahópur að taka aftur til starfa og verður fyrsti fundurinn haldinn fimmtudaginn 13. september, kl. 20:00 á Malarhöfðanum. Þar förum við yfir dagskrána í vetur og kíkjum á nýja búnaðinn sem við vorum að kaupa í bílana, en sveitin fékk styrk frá Isavia í vor til þess að endurnýja sjúkrabúnað í bílunum.

Allir sem hafa áhuga á að starfa með sjúkrahóp eða viðhalda þekkingu sinni í fyrstu hjálp eru endilega hvattir til að mæta, fullgildir sem og nýliðar 2

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Nýliðaþjálfun 2012-14

Nú styttist í kynningu á nýliðaþjálfun HSSR tímabilið 2012-14, en hún fer fram að Malarhöfða 6 kl. 20 þriðjudaginn 4. september. Allir eru velkomnir í heimsókn til þess að spá í spilin og fá svör við spurningum. Í millitíðinni er hægt að renna í gegnum kynningarbækling sem útbúinn hefur verið, en í honum kemur fram flest allt það sem viðkemur þjálfuninni.
Þátttakendur í nýliðaþjálfun verða að vera fullra 18 ára gamlir og í ágætu líkamlegu formi.

—————-
Texti m. mynd: Forsíða kynningarbæklingsins
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson