Category Archives: Útköll

Jarðskjálfti á Suðurlandi

Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru virkjaðir á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt hafa verið tjöld og greiningastöðvar á svæðið. Vettvangsstjórnstöðvar hafa verið settar upp á Selfossi, Þorlákshöfn, þaðan sem verkefnum í Ölfusi er stýrt og í Hveragerði. Að hálfu HSSR voru 45 félagar að störfum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit við Vífilstaðavatn að 6 ára stúlku

Allt tiltækt björgunarlið var kallað út í dag til leitar að stúlku við Vífilstaðavatn. Félagar voru duglegir að tilkynni sig í útkallssímann, kem eða kem ekki. Alls fóru 9 manns á R2 og R3 í útkallið og tilbúnir í húsi voru 4 félagar. Stúlkan fannst heil á húfi á göngu í miðbæ Garðabæjar en hún skilaði sér ekki í skóla Hjallastefnunar við Vífilstaðaveg eftir hádegi.

—————-
Texti m. mynd: Okkar menn að störfum
Höfundur: Helga Garðarsdóttir

Björgunarsveitum færðar þakkir

HSSR tók þátt í þremur útköllum í óveðrinu sem geysaði yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sendi á laugardaginn Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra Landsbjargar bréf þar sem þökkuð eru störf björgunarsveitanna.

Ágæti Kristinn.

Vildi einfaldlega nota þetta tækifæri til að þakka þér fyrir hönd björgunarsveitanna fyrir ykkar framlag og frábæra samvinnu undanfarna daga. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með framgangi og frammistöðu björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar vegna óveðursins sem ítrekað hefur gengið yfir undanfarna daga. Þá hefur samvinnan og samstarfið í Skógarhlíð gengið eins og í sögu. Fagmennska ykkar og áhugi er alltaf til fyrirmyndar og bið ég fyrir bestu kveðjur og þakkir til allra þeirra björgunarsveitarmanna sem staðið hafa vaktina frábærlega undanfarna daga.

Bestu kveðjur,
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.

—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Texti m. mynd: við Austurbæjarskóla, mynd fengin af mbl.is
Höfundur: Björk Hauksdóttir

Óveðursútkall 14 desember

Síðan kl hálf þrjú í nótt hefur HSSR verið með rúmlega 20 félaga og fjóra bíla í útkalli vegna hvassviðris á suðvesturhorninu Fjölmörgum beiðnum af ýmsu tagi hefur verið sinnt allt frá fjúkandi ruslatunnum upp í fjúkandi þök.

—————-
Höfundur: Jónína Birgisdóttir

Óveðursútkall

Sveitin hefur verið að störfum í nótt í hinum ýmsu verkefnum. Mjög slæmt veður var á höfuðborgarsvæðinu og sást m.a. ísskápur á flugi ásamt trambólínum og þakplötum. Von er á samskonar veðri á föstudaginn, ef ekki krappari lægð 944 mb., samkvæmt meðfylgjandi veðurkorti.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir

Þakkir frá Þýskalandi

Utanríkisráðuneytinu barst fyrir skömmu bréf þar sem færðar eru kveðjur og þakkir til þeirra sem aðstoðuðu við og tóku þátt í leitinni að Mathiasi Hinz og Thomasi Grundt í Öræfajökli í haust. Bréfið, sem stílað er á sendiherra Íslands í Þýskalandi, Ólaf Davíðsson, er frá móður Mathiasar Hinz sem dvaldi hér á landi í vikutíma meðan á leitinni stóð.

Í því segir hún m.a. að þrátt fyrir að leitin hafi ekki borið árangur sé það henni og fjölskyldunni sérlega mikilvægt að færa því fólki sem lagði svo hart að sér þeirra innilegustu þakkir.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Óveðursútkall 17.11.07

Sveitin var kölluð út klukkan 23:16, til að aðstoða lögreglu við Glæsibæ, þar sem skilti efst í byggingarkrana var að losna frá og skapaði hættu fyrir vegfaraendur á götu niðri. Vaskir félagar klifruðu upp í kranann og komu böndum á skiltið.
Suðurlandsbraut var lokað fyrir umferð á meðan á aðgerð stóð.
Aðgerð lokið klukkan 01:30

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Leit við Sog

Klukkan 20. 15. var sveitin kölluð út vegna leitar að manni sem féll í Sogið við Bíldafell. Björgunarsveitir munu áfram leita mannsins í nótt og verður notast við lýsingu frá árbökkum auk þess sem hópar verða í gönguleit og hundar notaðir. Um 150 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar taka þátt í leitinni.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson