Category Archives: Útköll

Eyjafjallajökull – leit

Nú stendur yfir umfangsmikil leit að erlendum ferðamanni sem saknað er á Eyjafjallajökli. Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Að halfu HSSR eru um 20 manns við leit auk þess að áhöfn snjóbíls og sleðamenn eru í biðstöðu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit að fjórum einstaklingum við Sveifluháls.

Þrír hópar frá HSSR með 16 björgunarmönnum fóru til leitar að fjórum einstaklingum í nágrenni Kleifarvatns. Þau fundust heil á húfi, eftir tveggja tíma leit. Alls tóku 25 félagar úr HSSR þátt í aðgerðum. Vísun í frétt á mbl http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/22/folkid_fundid_a_sveifluhalsi/

—————-
Höfundur: Pétur Ásbjörnsson

Skarðsheiði – útkall gulur

Hjálparsveit skáta Reykjavík var kölluð út kl. 15:35 sunnudaginn 16. janúar vegna fótbrotins göngumanns við Heiðarhorn. Að þessu sinni var útkallið tengt HSSR því sá sem fótbrotnaði var í æfingaferð á vegum HSSR og hluti af 35 manna hóp sem var að ganga endilanga Skarðsheiðina. Þurfti að koma viðkomandi niður á börum og var um nokkurn veg að fara auk þess að lækkun er um 600 metrar. Að hálfu HSSR tóku um 20 félagar þátt auk hluta þeirra sem fyrir voru í fjallinu. Aðgerðinni lauk um 21.30 og voru allir komnir í hús um klukkustund síðar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Innanbæjarleit

Útkall gulur innanbæjarleit 18. desember. Björgunarsveitir fundu manninn rétt við heimili sitt eftir stutta leit og var hann bæði kaldur og illa áttaður. Var honum komið í sjúkrabíl er kallaður var á staðinn. Um 70 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni þar af um 20 frá HSSR.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Slóðaleit í nágrenni borgarinnar.

Frá klukkan 15 hafa björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu leitað slóða í nágrenni borgarinnar.
Frá HSSR taka þrír bílar þátt í þessari leit ásamt tveimur félögum sem munu leita ógreiðfærari slóða á torfærumótorhjólum.

—————-
Texti m. mynd: Hilmar og Kjartan ferðbúnir.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Útkall – Innanbæjarleit

Laugardaginn 18.september var HSSR ásamt öðrum björgunarsveitum af Svæði 1 kallaðar út um klukkan 20.42 til leitar að 4 ára stúlku sem saknað var í Hafnarfirði. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um hálftíma eftir að útkall barst. 26 félagar HSSR voru á leið í útkall eða mættir á M6 þegar afturköllun barst.

—————-
Höfundur: Jónína Birgisdóttir

Leit að stúlku í Reykjavík

Félagar HSSR ásamt öðrum björgunarsveitum af Svæði 1 voru kallaðar út um klukkan 16:30 til leitar að 17 ára stúlku sem saknað var í Grafarvogi. Stúlkan var á leið frá heimili sínu til skóla í morgun er hún týndist. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um klukkan 18. Um 25 félagar HSSR komu að leitinni.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson