Drifstúta Rallý

Útbúnaður vegna Drifstútarallýs:
Mæting á M6 kl 8.00 Laugardaginn 4 nóv.
Farið verður á bílum sveitarinnar
Þeir sem ekki verða klárir þá verða skildir eftir.

Útbúnaður:
Hver liðsmaður:
Sigstóll, átta, Karabínur, Sundbolur, Höfuðljós eða vasaljós.
Þurr föt. Góð föt til útivistar heilan dag á hálendinu. létt nesti fyrir daginn.

Fyrir liðið:
Konfektkassa, GPS tæki. Snjóflóðaýlir, Sjúkrabúnaður. Gott er að hafa eitthvað fallegt til að gefa Drifstútunum.

Verðlauna afhending verður á Árshátíðinni
kv
Drif-Stútar & hjálparkokkar

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Drifstúta Rally

Drifstútar ætla að vera við þeirri beiðni að halda aftur Flokkakeppni árshátíðardaginn 4. nóvember.
Það þarf að minnsta kosti 5 lið í keppnina og 3 keppendur í hvert lið. Keppnin verður með hefðbundnu Rally fyrirkomulagi, það er; nokkrar sérleiðir með ýmsum verkefnum og verða ferjuleiðir á milli sem telja minna í stigum. En á ferjuleiðunum er hægt að vinna sér inn stig með (ó)hefðbundnum leiðum.
Liðin verða að skrá sig í keppnina með því að senda tölvupóst á gunnar@stormur.is. Þar þarf að koma fram nöfn keppenda og nafn liðsins.
Þátttökutilkynning þarf að berast fyrir 27. október með tölvupósti.
Drifstútarnir áskilja sér fullan rétt á að hagræða stigagjöf eftir eigin geðþótta.

Kveðja
Gunni Vald. Ýfir stútur.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir