Kvöldstund með Undanförum

Á morgun, þriðjudagskvöld, er hin klassíska "Kvöldstund með Undanförum". Það er mæting á M6 á slaginu kl. 18:00 og þeir sem mæta síðar verða jafnvel skildir eftir. Klæðið ykkur til fjallgöngu með nesti og góða skó, og búin með bakpoka sem vigtar a.m.k. 12. kg.

Þeir sem mæta ekki í Kvöldstundina komast ekki á námskeiðið í fjallamennsku sem verður haldið næstu helgi, 7.-9. nóvember.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í fjallamennskuna en frekari upplýsingar um námskeiðið verða veittar eftir Kvöldstundina. Nú eru síðustu forvöð fyrir þátttakendur að reyna að redda sér þeim sérhæfða búnaði sem þau vantar. Mikilvægt er að láta skipuleggjendur námskeiðsins vita strax hvernig það gengur svo við getum áætlað hvað þarf að leigja mikið af búnaði.

—————-
Texti m. mynd: Á göngu í Dyradölum
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Kvöldstund með Undanförum

Ekki gleyma Kvöldstundinni! Þriðjudagskvöldið 6. nóv. er á dagskránni “Kvöldstund með Undanförum” sem er skylda fyrir þá nýliða sem ætla að komast á námskeið í fjallamennsku.

Mæting er á M6 klukkan 17:45. Verkefni kvöldsins er tveggja til þriggja tíma gönguferð sem reynir fyrst og fremst á getu þátttakenda til að bera byrðar í óbyggðum en einnig reynir á grunnþekkingu í ferðamennsku og rötun. Nauðsynlegur búnaður er göngufatnaður og gönguskór, bakpoki sem vigtar a.m.k. 12 kg, áttaviti og GPS-tæki fyrir þá sem það eiga.

Að göngunni lokinni verður örstuttur fundur um fjallamennskunámskeiðið sem verður haldið 16.-18. nóvember.

—————-
Texti m. mynd: Baddinn og borg óttans…
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Kvöldstund með undanförum

Undirbúningur fyrir námskeið í fjallamennsku I sem fer fram helgina 10. til 12. nóvember. Þátttaka í “kvöldstundinni” er forsenda fyrir því að taka þátt í námskeiðinu. Verkefni kvöldsins er um það bil tveggja tíma gönguferð. Mæting klukkan 17:45, en brottför verður stundvíslega klukkan 18:45. Mikilvægt að komast af stað á tilsettum tíma til að vera ekki að langt fram á nótt.

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir

Kvöldstund með undanförum

Nýliðar 1 munu eiga unaðsstund með undanfaraflokknum á þriðjudaginn kemur, 17. okt.
Mæting er kl. 20:00 og munum við fara yfir helstu spottavinnu, sig fram af brún (æfum sig fram af pallinum) og fleira.
Grípið með ykkur sigbelti, sigtól, einhverjar karabínu og svoleiðis ef þið eigið.

Athugið að þetta kvöld er undirbúningur fyrir Fjallamennsku 1 og er því skyldumæting fyrir alla sem ætla sér að mæta á það schnilldarnámskeið.

Sjáumst á þriðjudag!

—————-
Texti m. mynd: Ungstirnið í fjölspannaklifri í Vestrahorni
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson