Er nýliðaþjálfun fyrir þig?

Ertu efni í björgunarsveitarkonu eða -mann?Við leitum að framtíðarbjörgunarsveitarfólki, nýliðaþjálfun er ekki hugsuð sem útilífsnámskeið sem stendur í einn vetur.Til þess að taka þátt þarftu að vera í líkamlega og andlega góðu formi. Það er mikil dagskrá og mikil mætingarskylda enda byggja námskeið, ferðir og æfingar ofaná hvort annað.Rekstur björgunarsveita er fjármagnaður að stórum hluta með fjáröflunum, flugeldsölu og fleiru og gert er ráð fyrir að nýliðar taki virkan þátt í þeim fjáröflunum.Öll námskeið fara fram á íslensku og því er íslenskukunnátta mikilvæg.Hjálparsveit skáta í Reykjavík er skemmtilegur félagsskapur sem að hefur margt að bjóða þeim sem að finna sig í starfinu.Vertu velkomin á kynningarfundinn sem hefst kl. 20.00 þriðjudaginn 6. september.

—————-
Texti m. mynd: Frá landsæfingu SL
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson