Erikurall

Hið fyrsta Erikurall verður haldið á árshátíðinni. Um er að ræða liðakeppni sem svipar mjög til Drifstútarallsins og Þríþraut Bíló hér fyrir ekki svo mörgum árum og er í raun sjálfstætt framhald af þeim keppnum.

Keppt verður í 3ja manna liðum og er áætlað að keppnin taki um 3-4 klst.
Við hvetjum við alla til að koma sér í lið, því það er jú skemmtilegra er að taka þátt en að horfa á aðra gera það.

Skráning fer fram á arshatid@hssr.is

Þegar nær dregur fá lið sendan útbúnaðarlista og reglur um stigagjöf.

—————-
Texti m. mynd: Frá Drifstútarallinu 2005
Höfundur: Frímann Ingvarsson