Fjallamennska 2 í Tindfjöllum

Fjallamennska 2 var haldin í Tindfjöllum um liðna helgi. Mættir voru fjórir nýliðar (Dóri, Hanna Kata, Hrafnhildur og Gulli) og þeim til leiðsagnar voru þrír undanfarar (Siggi Tommi, Steppó og Robbi).
Gegnu nýliðarnar úr Fljótshlíðinni upp í efsta (Ísalp) skála á föstudeginum og voru komin í hús upp úr kl. 01:00. Við hinir búðingarnir fórum á jeppa enda þurftum við að koma eldivið og rúmdýnum upp í skálann fyrir Ísalp.
Fengum við ákaflega góðan dag á laugardag og gekk kennsla mjög vel fyrir sig. Enduðum svo daginn á góðu klifri upp á Hornklofa og þræddum svo yfir á Búra áður en haldið var niður í skála í mögnuðu tunglskini og 20cm púðursnjó yfir öllu.Síðan var grilluð stórmáltíð og allir átu sig vel metta.
Pétur og sonur kíktu í heimsókn og gistu og nokkrir félagar í HSG tjölduðu rétt hjá okkur og kíktu í prattý.
Um nóttina gerði svo fárviðri en það var gengið yfir um hádegið um það leyti sem nýliðarnir voru lagðir af stað niður í Fljótshlíð aftur. Varð því lítið úr sunnudeginum annað en labbið niðureftir.
Sjá myndir á myndasíðunni:

—————-
Vefslóð: hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=159
Texti m. mynd: Hluti hópsins hliðrar sér undir klettum Hornklofa
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson