Fjallamennska II

Helgina 5.-7. febrúar 2010 verður námskeiðið Fjallamennska II haldið í Tindfjöllum. Mæting er kl. 18 á M6 föstudagskvöldið 5. febrúar og ekið verður að innsta bæ í Fljótshlíð. Nýliðar ganga upp í Tindfjöll með allan sinn búnað og gista þar í tjöldum. Gengið er aftur niður í Fljótshlíð á sunnudegi og námskeiðinu lýkur kl. 19 á M6 sunnudaginn 7. febrúar.

Undirbúningskvöld vegna Fjallamennsku II verður haldið á M6 kl. 19 þriðjudaginn 2. febrúar. Skyldumæting er á undirbúningskvöldið þar sem farið verður yfir bóklega hluta námskeiðsins, búnaðarmál og hópaskiptingar.

Skráningu á námskeiðið lýkur sunnudagskvöldið 31. janúar.

—————-
Texti m. mynd: Fjallamennska í fjarlægu landi
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Fjallamennska II

Undanfarar minna á námskeiðið "Fjallamennska II" sem verður haldið í Tindfjöllum 5.-7. febrúar. Farið verður á föstudagskvöldi frá M6 og komið aftur síðdegis á sunnudegi. Nýliðar ganga upp í Tindfjöll með allan sinn búnað og gista þar í tjöldum. Helgin verður svo nýtt í fjallamennsku og æfingar henni tengdar. Jafnframt er minnt á undirbúningsnámskeið fyrir námskeiðið sem verður haldið þriðjudaginn 2. febrúar á M6.

Frekari upplýsingar berast innan tíðar.

—————-
Texti m. mynd: Brattur dagur á fjöllum.
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Fjallamennska II

Fjallamennska 2 var haldin síðastliðna helgi, 7.-8. febrúar.
39 nýliðar ásamt 9 leiðbeinendum tóku þátt.

Farið var inní Botnsdal og stefnan tekin uppí Botnsúlurnar. Gist var í tjöldum og snjóhúsum ofarlega í Súlnadalnum. Það blés hressilega á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum var haldið upp dalinn og ca helmingurinn af hópnum fór uppá Syðstu Súlu og að lokum var gengið niður að Svarta gili þar sem helginni lauk með kærkomnu fari í bæinn.

Nýliðahópurinn stóð sig vel og þakka Undanfarar og -rennur þeim samveruna þessa helgi.

Myndir frá helginni

—————-
Texti m. mynd: Á leið upp Syðstu Súlu
Höfundur: Björk Hauksdóttir

Fjallamennska II

Helgina 8.-10. febrúar verður námskeiðið Fjallamennska II haldið í boði Undanfara. Þar verður farið vel yfir helstu atriði fjallamennsku sem hjálparsveitarfólk þarf að kunna skil á. Stefnt er á að fara í Skarðsheiðina með námskeiðið og gista í tjöldum.

Undirbúningskvöld verður þriðjudaginn 5. febrúar á Malarhöfðanum þar sem farið verður yfir allt sem við kemur helginni. Nýliðar eru minntir á að reyna útvega sér búnað sem allra fyrst og vera búnir að pakka fyrir brottför á föstudagskvöldi.

Skráning á námskeiðið er á skrifstofa@hssr.is sem fyrst á þetta stórmagnaða námskeið.

Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Aggsjon frá Fjallamennsku I
Höfundur: Daníel Másson

Fjallamennska II

Fjallamennska II var haldin seinustu helgi. Stefnan var að fara í Tindfjöll en sökum veðurs raskaðist það eilítið, við komumst ekki upp í skálann í Tindfjöllum eins og við reiknuðum með og því þurftu leiðbeinendurnir að “krassa” í tjöldum eða gista í bílunum. Það kom ekki að sök og náðum við að halda öflugt námskeið. Á laugardeginum var kennsla í hlíðunum við rætur Tindfjalla og var þar kennt allt sem átti að kenna. Á laugardagskveldinu fluttum við okkur um set og fórum í bæinn til að gista. Á sunnudeginum var stefnan sett á gil í vesturbrúnum Esju og það klifið. Komum svo niður Þverfellshornið. Klárlega gífurlega skemmtileg og vel heppnuð helgi.

Myndir að detta inn á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Nýliðar í hlíðum Esju
Höfundur: Daníel Másson