Fótbrot við Heiðarhorn.

Eins og flestir eflaust vita fótbrotnaði félagi í HSSR í 1000 m hæð undir Heiðarhorni sl. sunnudag.
30 manna hópur nýliða og fullgildra félaga var þarna á ferð og smávægilegt vanmat á aðstæðum olli því að svo fór sem fór.
Hópurinn bjó hratt og örugglega um sjúklinginn og var hann ma settur í ökklalið á staðnum.
Í framhaldi var sjúklingnum rennt og slakað niður brattar hlíðar Heiðarhorns, áleiðis niður í Skarðsdal og náði hópurinn að lækka sig með sjúklinginn um 160 metra í fjallinu áður en björgunarmenn úr byggð mættu hópnum.

Á vettvangi stóðu sig allir gríðarlega vel og örugglega var þetta óvænta námskeið í fjallabjörgun minnisverður kafli í lífsbók flestra og þá sérstaklega nýliðanna.

Takk fyrir frábæran dag, HSSR félagar og ekki síst björgunarfólk sem kom úr byggð.

Myndir á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Björgunin hafin.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson