Fyrsta óveðursútkall haustsins.

Þá er fjörið hafið og búið að opna lægðarennuna. 14 manns frá HSSR voru að störfum frá miðnætti til kl. fimm í morgun við ýmisskonar óveðursaðstoð. Stærsta einstaka verkefnið fólst í að fjarlægja 10 M háa ösp sem hafði brotnað, lagst utan í hús og brotið þar rúðu. Þrátt fyrir einstaklega öflugan mannskap eru takmörk fyrir öllu og var því kallaður út bíll með krana til að fjarlægja tréð undir öruggri stjórn okkar fólks.

Áfram er hvassviðri í kortunum næstu daga og allir hvattir til að ganga frá lausamunum.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson