Gönguskíðaferð í Fjörður

Dagana 19.- 21 apríl voru sex félagar úr Eftirbátum og Sprettum á ferð um fjöll og dali í Fjörðum. Við hófum ferðina á fimmtudegi frá bænum Nípá í Köldukinn og gengum á gönguskiðum yfir Uxaskarð niður á Flateyjardalsheiði og að skálanum í Heiðarhúsum. Frekar snjólétt á Heiðinni en slapp þó. Daginn eftir vestur yfir fjöllin með viðkomu á Digrahnjúk, niður Leirdal og að skálanum á Gili. Þessa tvo daga var veður bjart og stillt og fínt til skíðagöngu. Á laugardag var norðan slydda og með hana í bakið gengum við upp Trölladal, yfir Þröskuld og niður að Grenivík. Síðan brunað í bæinn aftur á nýju rennireiðinni, Reyk-15.

—————-
Texti m. mynd: Skíðað niður Leirdal
Höfundur: Gunnlaugur Briem