Gufuskálar – Æfing HSSR

Skráningu líkur á miðvikudagskvöld.

Dagskrá æfingarinnar er nú óðum að skýrast og verið að setja upp verkefni. Við leggjum af stað kl. 19.00 föstudaginn 20. febrúar en æfingin sjálf hefst á laugardagsmorgun og stendur fram eftir degi. Á sunnudeginum er síðan stefnt á Snæfellsjökul með Bola en gert er ráð fyrir frjálsri aðferð niður. Allt fer þetta þó eftir veðri og vindum.

Þegar eru nær 40 félagar skráðir en mikilvægt er að skrá sig í ferðina því verkefni verða sett upp í samræmi við getu þátttakenda. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum frá einstaklingum á útkallsskrá um mætingu. Skráning á korki eða á hssr@hssr.is

Sameiginlegur morgunmatur báða morgna, súpa í hádegi á laugardag og kvöldverður með öllu á laugardagskvöld.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson