Hálendisvakt Landsbjargar

Skráning í Hálendisvakt Landsbjargar er hafin. Fyrirkomulag mun verða svipað og verið hefur síðustu ár og gert verður út frá Kjöl, Nýjadal, Landmannalaugum og Drekagili. Fyrsta vakt byrjar 22. júní og lýkur verkefninu í lok ágúst. Hver vakt er ein vika (frá föstudegi kl 18 til föstudags kl 18) og er ætlast til þess að sveitir hittist á vaktaskiptum.

Stjórn HSSR stefnir á að senda hópa á vaktirnar, ef áhugi er fyrir slíku hjá félögum. Til þess að vera með fullgildan hóp þarf 3 félaga á öll svæði nema Fjallabak, en þar er óskað eftir 6 manns og tveimur bifreiðum.

Þeir félagar sem hafa hug á að taka þátt í Hálendisvaktinni í sumar er bent á að senda beiðni um stað og stund á ritari@hssr.is þar sem fram koma upplýsingar um hverjir eru innan hópar (nafn, netfang, gsm númer og sérhæfð námskeið).

Stjórn bendir einnig á að síðustu ár hefur verið mikil aðsókn í vaktirnar og hafa færri komist að en viljað. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

—————-
Texti m. mynd: Túristar aðstoðaðir á Sprengisandi
Höfundur: Kristjón Sverrisson