HJÓLAFERÐ Í KVÖLD

Farið verður í hressandi hjólaferð í kvöld.
Brottför frá M6 um kl. 19:00 (jafnvel má fresta brottför eilítið sé þess óskað sérstaklega).
Lagt verður í hann frá dalverpi nokkru austan við Jósefsdal sem ég veit því miður ekki hvað heitir. Hjólað í gegnum Svínahraun inn að Ólafskarði, farið um það niður í Jósefsdal, út Jósefsdal og vestur með flugvellinum á Sandskeiði, framhjá Menningar(hálf)vitanum, inn með Sandfelli, smá útúrdúr á línuvegi og svo komið niður hjá Lækjarbotnum.

Allir sem geta haldið haus og setið á hjóli hvattir til að mæta.

Kveðja,
Eyþór

—————-
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson