Húsið að komast í eðlilegt horf

Það er búið að bera á gólf í byrgðageymslu, allir flugeldar komnir úr húsi og allt klárt til að flytja inn að nýju eftir flugeldasölu. Stjórnendur útkallshópa eru beðnir um að ganga í það að koma útkallsbúnaði og öðrum búnaði aftur a sinn vísa stað. Auðvitað má einnig breyta, færa til og endurskipuleggja, nú er tækifærið. Umsjónarmenn með almennum búnaði eru beðnir að koma honum á sinn stað.

Gert er ráð fyrir að borið verði á gólf í tækjageymslu í kvöld, 11. janúar en þó að það sé gert er upplagt að vinna í byrgðageymslu. Við stefnum að því að vera búin að koma okkur endanlega fyrir þann 16. janúar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson