Jarðskjálftar í Japan.

Í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í Japan var íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fyrst sett í á vöktunarstig og síðan færð yfir á viðbúnaðarstig þegar líða fór á föstudag. Þrátt fyrir að aðstoðarbeiðni hafi ekki borist frá stjórnvöldum í Japan var nokkur undirbúningsvinna hafinn ef til þess kæmi að sveitin yrði send á skaðasvæðið.

Meðal annars hélt hluti sveitarinnar til Keflavíkur, búðahópur HSSR fór í innkaup á matvöru og nafnalisti útbúin yfir þá sem gáfu kost á sér til fararinnar ef að yrði. Alls voru það 8 félagar HSSR sem voru reiðubúnir til fararinnar. Um miðnættið var sveitin af viðbúnaðarstigi á vöktunarstig að nýju.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson