Konu leitað á höfuðborgarsvæðinu.

HSSR félagar voru seinnipartinn á föstudag kallaðir út til leitar að konu sem Lögreglan í Reykjavík hafði lýst eftir. Sérhæfðir leitar menn og leitarmenn á fjórhjólum leituðu hafnarsvæði, fjörur og stíga á Kársnesi í Kópavogi. Í gær, laugardag, voru svo rúmlega 20 manns við leit í efri byggðum Reykjavíkur ásamt því sem fjörur voru gengnar frá Nauthólsvík suður í Garðabæ. Þá voru einnig þrír kajakræðarar úr HSSR sendir til leitar á Fossvogi.

Framhald leitarinnar er óljóst.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson