Á morgun, þriðjudagskvöld, er hin klassíska "Kvöldstund með Undanförum". Það er mæting á M6 á slaginu kl. 18:00 og þeir sem mæta síðar verða jafnvel skildir eftir. Klæðið ykkur til fjallgöngu með nesti og góða skó, og búin með bakpoka sem vigtar a.m.k. 12. kg.
Þeir sem mæta ekki í Kvöldstundina komast ekki á námskeiðið í fjallamennsku sem verður haldið næstu helgi, 7.-9. nóvember.
Lokað hefur verið fyrir skráningu í fjallamennskuna en frekari upplýsingar um námskeiðið verða veittar eftir Kvöldstundina. Nú eru síðustu forvöð fyrir þátttakendur að reyna að redda sér þeim sérhæfða búnaði sem þau vantar. Mikilvægt er að láta skipuleggjendur námskeiðsins vita strax hvernig það gengur svo við getum áætlað hvað þarf að leigja mikið af búnaði.
—————-
Texti m. mynd: Á göngu í Dyradölum
Höfundur: Hálfdán Ágústsson