Námskeið um notkun OZI kortaforritsins.

Í kvöld verður haldinn kennslufyrirlestur á M6 um notkun kortaforritsins OZI explorer.
Þetta forrit er ma skrifað til samskipta við Garmin leiðsögutæki. Ozi forritið er uppsett í bílatölvum HSSR, í stjórnstöð og einnig á opnum tölvum í setustofu og þar er aðgengilegt safn velflestra korta af Íslandi. Kortin er hægt að kvarða upp, stækka, minnka, breyta í skala og ýmislegt fleira.
Sá sem kann að nýta sér þessi gögn getur sloppið við dýr kortakaup við undirbúning gönguferða eða annara leiðangra.

Fyrirlesari verður Marteinn Sigurðsson tölvunörd og Oziaðdáandi.
Fyrirlesturinn er ætlaður Nýliðum 2 en öllum áhugasömum félögum er boðið að mæta og fræðast um gagnsemi Ozi explorer og tölvutækt kortasafn HSSR.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson