Nútíma leitartækni, námskeið á M6.

Ertu svokallaður "eldri félagi" en mætir þó stundum í leit? Kanntu að ganga í leitarlínu en veist ekki hvað "hljóðleit" er? Ertu ekki viss um að þú eigir erindi í innanbæjarleit af því að "þetta virkar allt öðruvísi en í gamla daga"? Lærðirðu þetta fyrir 3-4 árum en hefur ekki rifjað upp?

Þá áttu erindi á M6 þriðjudags og miðvikudagskvöld kl. 20.00

Viðbragðshópur býður öllum HSSR félögum á námskeið hjá Sérhæfðum leitarhópi HSSR. Á námskeiðinu verður farið gróflega yfir þær aðferðir sem notaðar eru við leit að týndu fólki í dag. Bráðnauðsynlegt okkur öllum sem ætlum að vera á útkallsskrá.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson