Nýliðakynning verður þriðjudagskvöld 4. september

Áhugasamt fólk sem hefur hug á að hefja þjálfun fyrir starf hjá HSSR getur tekið frá þriðjudagskvöld 4. september þegar nýliðastarf komandi vetrar verður kynnt. Þjálfun fyrir nýliða hjá HSSR tekur að öllu jöfnu eitt og hálft ár þannig að þeir sem hefja þjálfun núna í haust geta gengið inn í sveitina fyrri hluta árs 2014.

Nýliðaþjálfunin er fyrir alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi björgunarsveitarinnar og gera ráð fyrir að geta tekið þátt í starfinu næstu árin. Miðað er við 18 ára lágmarksaldur þeirra sem hefja þjálfun.

Kynningarfundurinn verður sem fyrr segir þriðjudag 4. september og þjálfunin hefst viku seinna. Helgina 14. til 16. september er svo fyrsta stóra námskeiðið. Nánari dagskrá verður kynnt seinna.

—————-
Texti m. mynd: Það er gaman á fjallamennskunámskeiðum
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson