Nýr sjúkrabúnaður HSSR

HSSR fékk á vormánuðum í hendur styrk til búnaðarkaupa frá styrktarsjóði ISAVIA sem hugsaður var til þess að að styrkja viðbragð björgunarsveita í hópslysum. (sjá frétt neðar á síðu frá 11.maí 2012). HSSR fékk styrk að upphæð 350 þúsund og á stjórnarfundi var ákveðið að HSSR legði 150 þúsund til viðbótar við upphæðina. Ákveðið var að stýring á ráðstöfun væri í höndum sjúkrahóps.
Í sumar höfum við í sjúkrahóp endurnýjað sjúkratöskur í öllum bílunum, sem voru komnar til ára sinna og endurskipulagt búnaðinn. Keyptar voru 4 stórar töskur sem innihalda súrefniskút í tösku ásamt fylgihlutum og stóra sjúkratösku til að sinna ýmsum vandamálum allt frá smásárum upp í stærri blæðingar, bruna og brot. Í töskunum eru einnig bráðaflokkunartaska, hálskragar, blóðþrýstingsmælir, teppi og minni sérhæfður búnaður, ásamt reykbombu og neyðarblysum. Hugmyndin var að sameina allan neyðarbúnað sveitarinnar á einn stað í hvert farartæki og geta þá auðveldlega tekið hann með út í feltið til notkunnar í heild sinni, en einnig hægt að taka minni einingar úr töskunni til að létta burð ef ekki þarf eins stórt viðbragð. Töskurnar eru auk þess mjög hentugar til að flytja með björgunarmanni á vélsleða þar sem hægt er að breyta þeim í bakpoka.
Búnaðurinn verður vonandi fljótlega kynntur fyrir bílahóp og síðan fyrir öllum félögum á sveitarfundi strax í haust. Einnig er áætlað að búa til lítið kynningarskjal í máli og myndum hvernig búnaður er uppsettur og geta félagar þá kynnt sér málið. Mikilvægt er að þeir sem starfa með HSSR þekki vel til sjúrabúnaðar bæði uppsetningu og notkunn og átti sig þá betur á getu sinni til að takast á við fyrstu hjálp á vettvangi.
Við þökkum ISAVIA kærlega fyrir stuðninginn og óskum ykkur öllum til hamingju með nýjan sjúkrabúnað. Helgi og Katrín

—————-
Texti m. mynd: R4 ásamt nýjum sjúkrabúnaði
Höfundur: Helgi Þór Leifsson