Nýliðastarfið hafið…

Nú um síðustu helgi, 23.-25. september, hélt vaskur hópur nýliða austur að Úlfljótsvatni til að sitja sitt fyrsta námskeið á vegum HSSR. Veður var með eindæmum bjart og fallegt en að sama skapi kalt í nöprum norðangjóstrinum. Veðrið setti einnig strik í næturæfinguna þar sem aðstæður voru allt of góðar, stjörnu- og tunglbjart og ekki nokkur leið að fá nokkurn til að villast.
Þeir 12 nýliðar sem sóttu námskeiðið stóðu sig allir með stökum sóma, nokkrar umsóknir hafa einnig bæst við þannig að hópurinn gæti enn stækkað. Ljóst er að nýliðastarfið fer vel af stað í ár og ástæða til að horfa með tilhlökkun til komandi vetrar.

—————-
Texti m. mynd: Veðrið lék við okkur! Fleiri myndir á myndasíðu..
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson