Undirbúningsfundur sérhæfða leitarhópsins.

Fimmtudaginn 22. september klukkan 20:00 verður haldinn undirbúningsfundur sérhæfða leitarhópsins.

Þar verða kynntar nýjar hugmyndir varðandi uppbyggingu útkallshópa HSSR með hliðsjón af hlutverki og kröfum leitarhóps, dagskrá vetrarins skipulögð og verkefnum útdeilt.

Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta en fundurinn er opinn öllum félögum HSSR.

—————-
Höfundur: Albert Björn Lúðvígsson