Óskað eftir aðstoð í Vindáshlíð

Um tvöleytið sunnudaginn 20.mars var óskað eftir aðstoð HSSR við að losa rútu sem farið hafði út af veginum við Vindáshlíð í Kjós og selflytja hóp eldri borgara sem dvalið hafði í Vindáshlíð um helgina. í verkefnið fóru 5 félagar á vörubílnum Reyk 6, Reyk 3 og Econoline í einkaeigu. Greiðlega gekk að koma rútunni aftur upp á veginn og selflytja fólkið síðan í rútuna.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem