Samningur SL og HSSR – alþjóðasveit

Á sveitarfundi síðastliðinn þriðjudag var undirritaður samningur milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Hjálparsveitar skáta í Reykjavík varðandi húsnæði og fatnað Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar (ÍA).
Í honum felst m.a. að HSSR mun hafa með höndum almenna umsjón húsnæðis ÍA og uppbyggingu þess, framkvæmda og breytinga í samráði við stjórnendur ÍA og SL. Einnig að sjá til þess að húsnæðið sé hreint og tilbúið til notkunar öllum stundum. Einnig mun HSSR sjá um allan fatnað sveitarinnar sem og annan einstaklingsbúnað eins og hjálma, bakpoka, ljós og fleira.
SL ber allan kostnað af rekstri húsnæðisins, fatnaði og einstaklingsbúnaði og útvegar aðgang að flugverndarsvæðinu fyrir fjóra félaga HSSR.

Mynd: Haukur Harðarson, Sveitarforingi HSSR og Hannes Frímann Sigurðsson úr stýrihópi ÍA undirrituðu samninginn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson