Samningur við KSÍ endurnýjaður

Samningur um gæslu á Laugardalsvelli milli KSÍ, Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ hefur verið endurnýjaður til tveggja ára. Gert er ráð fyrir sjö til átta gæsluverkefnum og eins og venjulega tengjast þau fótbolta, landsleikjum og bikarkeppni. Leikirnir þetta sumar verða líklega átta til níu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson