Skíðagönguferð á Grænlandi

Páskaferð HSSR verður að þessu sinni til Grænlands. Brottför 22. mars og heimkoma 29. mars. Verð er áætlað 33 þúsund ( til HSSR félaga og nýliða) miðað við fimmtán þátttakendur. Flogið til Kulusuk og gengið um nærliggjandi eyjar og fjöll. Fararstjóri er Karl Ingólfsson. Alræmdur skíðagarpur, nýliðahrellir og sagnamaður. Á að baki fjölda túra til Grænlands að sumar- og vetrarlagi.
Kynningarfundur er mánudaginn 17. janúar en einnig mun Karl fylgjast með á korknum. Skráning hefst 11. janúar og lýkur þann 29. Við skráningu þarf að greiða óendurkræft staðfestingargjald kr.5000.- Hægt er að skrá sig með því greiða inn á bankareikning 311-26-2729 kt. 521270-0209 merkja það “grænlandsferð” og senda staðfestingu á skrifstofa@hssr.is
Einnig er hægt að skila inn skráningu og staðfestingargjaldi til Ævars á M6 (577 1212 og 696-5531)

—————-
Texti m. mynd: Karl í Grænlenskri uppfærslu á Rauðhettu
Höfundur: Einar Daníelsson