Slæmt ástand í Thule!

Æfing alþjóðabjörgunarsveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) sem fram fer á Gufuskálum þessa dagana gengur vel og hafa meðlimir hennar unnið hörðum höndum við að leysa ýmis rústabjörgunarverkefni sem sett hafa verið upp af þessu tilefni. 10 fulltrúar frá INSARAG, samtökum rústabjörgunarsveita er starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, fylgjast með en þeir munu, ef allt gengur vel, gefa sveitinni vottun sem fullgild rústabjörgunarsveit þegar æfingunni lýkur.Að sjálfsögðu er Alþjóðasveitarhópur HSSR með í geiminu, sjá nánari fréttir á heimasíðu SL (http://www.landsbjorg.is/).

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson