Sleðar á Grímsfjall

Nokkrir frískir sleðamenn úr HSSR brugðu sér á Grímsfjall um síðustu helgi. Boli var einnig á ferð þar og nýliðar í bílaflokk gerðu heiðarlega tilraun til að vera með en erfið snjóalög á jökli töfðu mjög för þeirra þ.a. þeir áttu náttstað Jökulheimum.

Þarna kom berlega í ljós að þær aðstæður eru oft fyrir hendi að 44″ bílar fara mun hægar yfir í snjó en Boli gerir. Bílarnir voru að ná 4 km/klst á jöklinum á meðan Boli gat siglt sína 20 km/klst.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Leitað að leið yfir Tungná
Höfundur: Páll Ágúst Ásgeirsson