Snjóflóðabúnaður HSSR

Eftirbátar fóru nýlega yfir snjóflóðabúnað sveitarinnar eins og þeir gera með reglulegu millibili. Sjaldan hefur umgengni félaga um snjóflóðabúnaðinn verið eins góð og núna. Að vísu virðast fjórar snjóflóðaleitarstangir liggja í bakpokum félaga eða vera geymdar á öðrum stað en þær eiga að vera en við höfum fulla trú á að þær skili sér eftir að þið, félagar góðir, hafið lesið þessar línur.
Jafnframt vilja Eftirbátar minna á að það er mikilvægt að innsigli snjóflóðapokanna séu ekki rifin upp nema í neyð.

Þegar snjófljóðastangir eru fengnar að láni hjá HSSR á að taka þær sem liggja lausar í hillu í birgðageymslunni.

Með von um áframhaldandi góða umgengni – og virðingu fyrir útbúnaðinum okkar
Eftirbátar

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson