Starfsmannalistar komnir á netið

Ágætlega hefur gengið að fá senda vinnuseðla fyrir flugeldasölu senda frá félögum. Ekki hefur tekist að verða við öllum óskum um sölustaði, t.d. voru einstaklingar færðir frá Spöng yfir í Mjódd. Einnig hefur þeim sem var óráðstafað komið fyrir.

Starfsmannalistar fyrir alla staði og auk lista vegna annarra verka eru komnir á opna svæðið á netinu og því getur þú skoðað hvar gert er ráð fyrri þér. Ef það passar ekki við það sem þú varst búin að gera ráð fyrri þá sendu athugasemdir á flugeldar@hssr.is Hver og einn mun síðan fá sendan lista yfir sína skráningu senda á sitt netfang. Það má búast við að listarnir breytist eftir því sem fleiri skila inn og breytingar verða. Við munum reyna að uppfæra þá inn á netið við hverja breytingu. Þau sem eru eftir að senda inn vinnuseðla eru hvött til að gera það sem fyrst á flugeldar@hssr.is

Á sunnudeginum eru þeir félagar sem ekki hafa sérverkefni beðnir að mæta á M6 kl.11. Við förum ekki að raða inn á staði fyrr en um hádegið. Þá verða Sprettir að ljúka við gámavinnu auk þess að búið verði að tengja.

Gleðileg jól og sjáumst í sölunni – Haukur – Laufey og Óli

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson