Stjórnarfréttir

Nú er lokið afgreiðslu á umsóknum frá útkallshópum um kaup á búnaði. Niðurstaðan var að almennt voru útkallshópar að fá heimild til að kaupa þann búnað sem þeir óskuðu eftir enda voru óskir hóflegar. Einnig hafa verið keypt inn almenn ljós og hluti af VHF talstöðvum endurnýjaður. Talstöðvar verða endurnýjaðar í tveim áföngum. Alls nema útgjöld vegna þessara búnaðarkaupa um tveim miljónum króna. Einnig er komin til landssins tjaldhitari fyrir Trelleborgartjaldið.

Fyrir nokkru var auglýst eftir félögum til að taka þátt í starfi bækistöðvarhóps og niðurstaðan að því er að nú eru fjórir félagar að máta sig við starfið auk þeirra sem fyrir eru. Einnig hefur farið af stað vinna við að gera vinnuferla í útköllum skýrari og er það gert í samráði við útkallshópa. Er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúku í febrúar og í framhaldi af því verða þeir prófaðir. Verið er að fullvinna dagskrá sveitarinnar eftir árámót og meðal dagskrárliða þar er að finna hópstjóranámskeið sem tekur mið af skipulagi HSSR og þjálfum fyrir leiðtoga.

Búið er að skila af okkur stikuverkefni á Hellisheiðinni fyrir OR auk þess sem við seldum rúmlega 4800 neyðarkalla. Það er frábær árangur og góð aukning frá fyrri sölu. Ný stjórn fundaði vikulega fyrst eftir aðalfund en frá nóvember fundar hún hálfsmánaðarlega. Þar sem mikil endurnýjun var í stjórn er nokkur vinna við það að skipta ábyrgðarsviðum og einstökum málaflokkum milli stjórnarmanna en fljótlega eftir áramót skýrast þær línur frekar. Frá og með síðasta þriðjudegi er komið flugeldafrí frá stjórn. Gleðileg jól og sjáumst í flugeldavinnu.

Stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson