Stöðufundur með nýliðum I kl. 19.00 í kvöld

Fyrsti nýliðafundur vetrarins verður í kvöld á Malarhöfðanum kl. 19.00. Við munum sýna farartæki sveitarinnar og búnað sem þeim tilheyrir ásamt því að fara yfir umgengnisreglur í húsi sveitarinnar. Næsta laugardag er dagsferð upp að Glym í Hvalfirði og verður farið yfir tilhögun ferðarinnar á fundinum. Síðasti sjens að skila inn umsóknum er í kvöld.

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir