Þá er hann farinn!

Reykur 3 hefur verið seldur og er farinn frá okkur. Þó ekki langt, björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi hefur tekið kappann í þjónustu sína. Nýr Reykur 3 er í vinnslu en nokkur töf hefur orðið á að honum vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Við þökkum gamla Reyk 3 samstarfið um leið og við óskum Kjalnesingum til hamingju með bílinn.

—————-
Texti m. mynd: Í sínu rétta umhverfi
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson