Það lítur út fyrir góðan vetur

Hvað er komin flugeldasala varð einum félaga að orði þegar hann fékk ekki stæði við Malarhöfðann í vikunni. Þetta er búið að vera skemmtilegt haust fyrir sveitarforingja hjá HSSR. Ég hef aldrei séð sveitina starta af jafn miklum krafti og hún gerir á þessu hausti. Flokkar og hópar á fullu við skipulagningu og þjálfun, húsnæði og tæki í góðu ásigkomulagi, varla laus dagur í dagkrá, nýliðar fyrra árs skila sér inn af krafti og nýliðun þetta haust lofar góðu.

Næsta helgi verður stór, um 100 manna hópur á námskeiðum á Úlfljótsvatni. Enn er hægt að komast að til að aðstoða við utanumhald og matargerð. Þau sem hafa hug á því, endilega sendið línu á hssr@hssr.is

—————-
Texti m. mynd: Um 60 félagar fræðast um H1N1 hjá Einari Erni
Höfundur: Haukur Harðarson