Þakkir frá lögreglu

Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vil ég koma á framfæri miklum þökkum fyrir veitta aðstoð við leit af Eric John Burton sem hófst 6. maí sl.Ég hef sagt þetta oft áður að björgunarsveitirnar eiga svo skilið gott „HRÓS“ því innan ykkar raða eru einstaklingar sem eru alltaf tilbúnir til starfa. Björgunarsveitarmenn eru mjög skipulagðir og sína mikinn metnað í að leysa málin.

Við í lögreglunni viljum enn og aftur nefna það að samstarfið við ykkur björgunarsveitarfólk er til fyrirmyndar í alla staði.Einnig vill ég hrósa svæðisstjórn á svæði 1 fyrir gott skipulag og gott samstarf. Eins og hér hefur komið fram eru þið LANG BEST………………

Kveðja, – Ágúst SvanssonAðalvarðstjóri – Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson