Undanfarar æfa fjallabjörgun

Undanfarar hafa formlega hafið vetrarstarf sitt. Það hófst með æfingum um nýliðna helgi. Þar var farið í nokkur atriði sem kennd voru á fjallabjörgunarnámskeiðinu RFR (rigging for rescue) sem nokkrir undanfarar sóttu í vor.

Æft var bæði á föstudag, laugardag og sunnudag.

Á föstudag var farið m.a. í björgunar kerfi, öryggi og gagnrýna hugsun björgunarmanna á kerfin. Á laugardag var haldið út í mörkina, nánar tiltekið á Þingvelli þar sem æfð var félagabjörgun og börur hífðar upp og slakað niður. Á sunnudag var að lokum farið í björgun í halla í Hvalfirðinum.

Myndir á myndasíðu

—————-
Texti m. mynd: Félagabjörgun
Höfundur: Björk Hauksdóttir