Uppskera

Mjög stór hópur skrifaði undir eiðstaf HSSR á síðasta sveitarfundi. Er hópurinn að mestu afrakstur nýliðaþjálfunar sem hófst haustið 2009. Til gamans má geta þess að einstaklingar sem hófu nýliðaþjálfun þá voru 72. Alls skrifuðu 23 nýir félagar undir á sveitarfundinum auk þess sem ein úr hópnum skrifaði undir á stjórnarfundi í vikunni áður vegna fyrirsjáanlegar fjarveru á sveitarfundi.

Eldri félagar HSSR bjóða þau velkominn alla leið og horfa fram á langt og árangursríkt samstarf.

Þau sem bættust í hópinn núna eru:
Arnar Halldórsson, Ástþór Gíslason, Baldur Árnason,
Berglind Ósk Guðnadóttir, Birgir Blöndahl Arngrímsson, Brynjar Jóhannesson,
Brynjar Örn Ellertsson, Elín Lóa Baldursdóttir, Helgi Þór Leifsson,
Íris Lind Sæmundsdóttir, Kristín Sigurbjörnsdóttir, Kristjón Sverrisson,
Oddur Valur Þórarinsson, Ólafur Jón Jónsson, Ragnheiður Aradóttir,
Rún Knútsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sigurlína M Pech,
Snæbjörn Guðmundsson, Stefan Johannes van Nierop, Svavar Jónsson,
Þórey Rósa Einarsdóttir og Vilhelm S. Sigurðsson.
Fyrir hafði Þorbjörg Hólmgeirsdóttir skrifað undir.

—————-
Texti m. mynd: Nýir HSSR félagar.
Höfundur: Haukur Harðarson