Vatnajökulsvorferð HSSR 20-24. maí

Þá er komið að því – hin árlega Vatnajökulsvorferð HSSR verður farin um hvítasunnuhelgina, fimmtudag til mánudags.

Ef þetta freistar þín: Skálafellsjökull, Breiðabunga, Djöflaskarð, Goðahnjúkar og mögulega Grendill, Goðaborg, Humarkló, Vatnsdalur, Brókarjökull – þá ættir þú mögulega að drífa þig á skráningarsíðu á Korkinum þar sem er að finna allar nánari upplýsingar. -Athugið takmarkað sætaframboð!

P.s. Heyrst hefur að um sömu helgi muni Viðbragðshópur standa fyrir göngu á Hrútfjallstinda og verði sú ferð auglýst innan skamms.

—————-
Texti m. mynd: Vel plankaður í vorferð 2009. Mynd: Sören
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir