Vilt þú stjórna Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni

Auglýst er eftir tveimur stjórnendum í stjórnendahóp Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Í dag eru fjórir stjórnendur en í skipulagi er gert ráð fyrir að þeir séu sex talsins. Um sjálfboðaliðastarf er að ræða. Hér er að finna upplýsingar um helstu hlutverk og verkefni stjórnenda og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Tekið er við umsóknum til 20. september.

—————-
Höfundur: Ólafur Loftsson