Viltu verða björgunarsveitarvélsleðamaður?

Stjórn HSSR auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér umsjón og rekstur tveggja vélsleða í eigu HSSR. Fullgildir félagar og nýliðar 2 geta sótt um að verða Umsjónar og aðalökumenn vélsleða. Umsóknarfrestur er til 1. október og skal senda umsóknir með tölvupósti á hssr@hssr.is

Ef ekki koma að lágmarki tvær ásættanlegar umsóknir verður vélsleðakaupum frestað að sinni.

Nánari kynning á sleðakaupum og starfi vélsleðahóps verður á sveitarfundi HSSR á þriðjudagskvöld.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson