Ýlaleit

Fyrsta kvöld nóvembermánaðar tóku sex stykki undanrennur sig til og æfðu snjóflóðaýlaleit af miklu kappi. Rölt var áleiðis í Elliðaárdalinn hvar fundinn var vel myrkur ríflega tveggja hektara partur af úthaga frá Árbæ. Þar var haganlega komið fyrir tveimur appelsínugulum og sá þriðji notaður til að elta hina tvo uppi. Var mat viðstaddra að æfingin hefði verið gagnleg mjög – þrátt fyrir skort á “ekta-undanförum”, sem voru uppteknir við fundarhöld þetta kvöld.

Myndir frá æfingunni eru á myndasíðu.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir