Innanbæjarleit

Útkall gulur innanbæjarleit 18. desember. Björgunarsveitir fundu manninn rétt við heimili sitt eftir stutta leit og var hann bæði kaldur og illa áttaður. Var honum komið í sjúkrabíl er kallaður var á staðinn. Um 70 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni þar af um 20 frá HSSR.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Innanbæjarleit

Kallað var til leitar á mánudagskvöldið og var um að ræða leit að eldri manni innanbæjar. Um 25 félagar fóru til leitar og fannst maðurinn heill á húfi eftir um það bil 40 mínútna leit. Margir félagar voru á M6, verið var að þrífa og ganga frá eftir Langjökulsútall. Viðbragðið á fyrstu hópum var því talið í örfáum mínútum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Innanbæjarleit

Um 60 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu leituðu í kvöld manns sem saknað var í Reykjavík 6.des. Björgunarsveitir kallaðar út rétt eftir klukkan 18. Í fyrstu voru eingöngu sérhæfðir leitarhópar kallarðir út en um 19.30 var stórt útkall. Það var afturkallað skömmu síðar þegar maðurinn fannst heill á húfi um kl. 20.00.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson