Boltafréttir

Sælir HSSR félagar.

Nú er senn að líða að leikslokum í boltanum…. Þó eru tveir leikir eftir áður en flautað verður til leiksloka. Boltinn er því enn í okkar höndum og er næsti leikur á laugardaginn kemur eða þann 30.09.2006. Um er að ræða bikarúrslitinn og því ekki leikur í smærri kantinum. HSSR er í þessari gæslu með HSG og þarf hvor sveitin fyrir sig að skaffa 18-25 í gæslu. Þessir stóru leikir er það sem telur mest í þessari fjáröflun okkar sem er tiltölulega góð fyrir stuttan tíma í senn.

Leikurinn er milli KR og Keflavík á Laugardalsvellinum og hefst hann kl:14:00. Þar sem um bikarleik er að ræða er mæting milli 12:00 og 13:00. Það þurfa vera mættir fimm kl:12:00 en rest milli 12:00 og 13:00. Ef allt gengur að óskum ætti öllu að vera lokið um hálf fimm í síðasta lagi. Boðið verður upp á veitingar í seinni hálfleik eins og áður á þessum stóru leikjum.

Þeir sem hafa áhuga og geta mætt eða vilja vita meira hafi samband við Ragnar í síma 697-3525 eða sendið á skrifstofa@hssr.is

Allir eru velkomnir, fullgildir sem og nýliðar.

Hver skráning spara tíma og hringingar.

Sýna nú lit og skrá sig í boltann.

Kv. Ragnar

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson

Boltafréttir

Jæja…. síðasti deildarleikur sumarsins á laugardaginn 23.09.2006. Sumarið er búið að ganga mjög vel hingað til og nú fer senn að líða að lokum. Það eru bara þrír leikir eftir og er Þar með talið deildarleikurinn milli Vals og KR sem er núna á laugardaginn frá kl:14:00-16:00. Þetta er allra síðasti deildarleikurinn og þarf HSSR að skaffa 12 í gæslu þar. Mæting er þá niður á Laugardalsvöll kl:13:00-13:30

Þannig að nú fer hver að verða síðastu að mæta allavegna einu sinni. Það er frekar tímafrekt að hringja út í gæslu þannig að það hjálpar mikið ef félagar sem sjá sér fært að mæta láti vita. Hægt er að tala við Ragnar í síma 697-3525 eða senda á skrifstofa@hssr.is ef þið viljið vita meira eða getið mætt.

Þar sem þessi helgi er frekar stór hjá sveitinni og mikið að gera eru félagar beðnir um að sýna lit og gefa kost á sér ef þeir eru í bænum.

Þeir tveir leikir sem eru svo eftir er bikarúrslitaleikurinn sem er þann 30. sept og síðan landsleikur Íslans og Svíþjóðar þann 11. okt. En frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar með þá leiki.

En það er leikurinn um helgina sem er málið núna.

Boltakveðjur
Ragnar R

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson