Árshátíð HSSR

verður haldin í Kabarettsalnum (risið) á Kaffi Reykjavík laugardaginn 4. nóvember.
Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00.

Meðan á borðhaldi stendur eru flokkar hvattir til að koma með skemmtiatriði.
Að sjálfsögðu verður hið sívinsæla happdrætti, stórglæsilegir vinningar að vanda.
Að borðhaldi loknu hefst dansleikur mikill þar sem hljómsveitin Góðir Íslendingar leikur fyrir dansi. Dansað af krafti fram til kl. 2:00 en þá lýkur ballinu.

Miðaverð á árshátíðina er verulega hófstillt í þetta sinn, aðeins kr. 3.000.-
Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á skrifstofa@hssr.is. Þá fáið þið gefið upp reikningsnúmer sveitarinnar, greiðið í heimabanka og miðinn verður afhentur við innganginn á Kaffi Reykjavík.

Umsjón: nefndin

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir

Árshátíð HSSR

Haldin í Básum þann 22. október næstkomandi
Staður sem býður upp á ótal marga skemmtilega möguleika !
Það ætti að vera alveg óþarft að telja upp alla þá möguleika sem dags- eða helgarferð á Þórsmörk, Goðaland og nágrenni bjóða upp á fyrir útivistarfólk
EN – AUK ÞESS ÆTLAR HSSR AÐ BJÓÐA TIL VEISLU !!!
HSSR býður ykkur gistingu í Básum og grillmatinn, án aðgangseyris.
Allt sem þið þurfið að gera er að skrá ykkur og mæta á svæðið með góða skapið og etv. söngvatnið. Ekki verður farið á bílum sveitarinnar og eru því þeir sem fara á eigin bílum hvattir til að nýta sætin. Rúta í boði á kostnaðarverði fyrir þá sem vantar far. (Muna að skrá sig )

EN VIÐ ÞURFUM AÐ VITA HVAÐ MARGIR ÆTLA AÐ MÆTA!!!
SKRÁNING FER FRAM Á skrifstofa@hssr.is EÐA Á M6 FYRIR 19. OKTOBER.
Smáa letrið: Athugið að aðeins skráðir þátttakendur fá afhenta happdrættismiða árshátíðarinnar

DAGSKRÁ:
1. Laugardagur kl. 15 – 18 Flokkakeppnin er haldin af gömlu bílaflokksrefunum sem nú eru í Drifstútum. Þeir eru búnir að undirbúa ALVÖRU Póstaleik fyrir alvöru HSSR keppnisfólk.
Eins og áður skulu vera 3 félagar í hverju liði.
ATH ef ekki er komin skráning á 5 lið þann 15 okt. þá fellur keppnin niður.

2. Laugardagseinnipartur kl. 18 – 20 Grillið. Landslið grillara úr sveitinni hefur ákveðið að munda tangirnar og galdra fram grillmat eins og hann gerist bestur.

3. Laugardagskvöld 20 – xx Kvöldvakan – ballið. Ótal músikantar sveitarinnar berjast um að fá að koma fram. Hljómsveitin XXX leitarhundar mun án efa taka nokkur lög og heyrst hefur að ónefndir menn séu að pússa ryk af munnhörpum, banjóum og ýmsum ásláttarhljóðfærum Ef veður leyfir verður Varðeldur. Og ekki má gleyma hinu klassíska Happdrætti

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson

ÁRSHÁTÍÐ HSSR

Árshátíð Hjálparsveitarinnar verður haldin í Hlégarði í mosó laugardaginn 15. nóv.
Hljómsveitin SIXTÍS mun leika fyrir dansi að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum.
Þema kvöldsins verður því að sjálfsögðu “sixtís” og klæðnaður eftir því.
Stuðið byrjar klukkan 19:30 með borðhaldi sem síðan endar með dúndurdansleik fram eftir nóttu.

Við hvetjum alla til að æfa skemmtiatriði og ræður til að flytja um kvöldið.

Þríþraut Bíló verður að sjálfsögðu haldin fyrr um dagin og verður verðlauna afhending á meðal skemmtiatriða.
FLOKKAR HSSR ERU ÞVÍ VINSAMLEGAST BEÐNIR UM AÐ SKRÁ LIÐ TIL KEPPNI því fréttir herma að þríþrautin verði mjög krefjandi.
Keppendur skrái sig hjá Snorra í síma 896-9607

Að lokum hvetjum við alla til að æfa sixtís danssporin og vera tilbúin með öll danstrikkin þegar þeir/þær mæta á dansgólfið. Því í Sixtís andanum er auðvitað boðið upp á “dömufrí”

ATH.
Það verður selt inn á ballið eftir matinn um klukkan 11 eða svo og kostar þá miðin 1000. krónur

Koma svo

Skemmtinefndin

—————-
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson