Author Archives: Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Fjölmennur sveitarfundur

Um 70 félagar sóttu reglulegan sveitarfund 27. september. Hann var að mestu hefðbundinn en meðal mála sem voru kynnt voru breytingar á útkallshópum, greining á útköllum síðasta starfsárs, leitarhundar og ferð félaga á WASAR ráðstefnu síðasta vor. Almar Steinn Atlason undirritaði eiðstaf HSSR og er boðinn velkominn í hópinn.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Nýliðar 2 á leitartækninámskeiði

Starf þeirra nýliða sem byrjuðu þjálfun síðasta haust fer vel af stað þennan veturinn. Nú eru um 25 manns starfandi í hópnum en þar að auki eru nokkrar eftirlegukindur fyrri ára einnig með hópnum.

Um helgina sátu þau námskeið í leitartækni. Lærðu meðal annars um það nýjasta í hljóðleit, hraðleit, sporrakningar og regndansinn.

Næstu helgi er svo námskeiðið Ferðast á jökli í boði undanfara. Starfið í vetur færist svo jafn óðum meira yfir í að starfa með útkallshópum þegar námskeiðum tekur að fækka.

—————-
Texti m. mynd: Misgott veður var um helgina
Höfundur: Ásgeir Björnsson

Almennur útkallshópur 2 og 3 – 3ja bylgjan

Almennur útkallshópur 2 og 3 sameinast og hrist upp í „óvirkum“

Kæru félagar (misvirkir) í HSSR Ákveðið hefur verið að sameina þessa útkallshópa 2 og 3 í einn, auk þess að við hvetjum þá sem ekki eru í þessum hópum en hafa áhuga á að vera tiltækir í útkall á sýnum forsendum til að koma til liðs við hópinn. Eftirfarandi punktar er að hluta eins og þetta er í dag en samhliða er áhugi fyrir því að halda utan um þennan hóp sérstaklega þó það verði með mjög „látlausu sniði“

Heiti flokksins er óákveðið en verður hér kallaður 3ja BYLGJAN sem vinnuheiti.Engin krafa er gerð um mætingu ef aðstæður leyfa ekki.Félagar eru á útkallslista og fá SMS í þriðju umferð útkalls og svara hvort þeir koma eða koma ekki með sms. Félagar velja sjálfir hvort þeir verða tiltækir bara utan vinnutíma. Engin breytingin verður á starfi félaga í öðrum einingum Eftirbátum / Dropum / Vélsleðahóp / Fjallahóp/Koma sér undan og fara og svo framvegis. Þeir sem eru óvirkir í dag en vilja prófa eru sérstaklega hvattir til að koma. Hópurinn mun í fáeinum tilfellum yfir vetrarmánuðina fá boð um að hittast til að fara yfir stöðuna. Mæting heldur ekki skilyrði. Boðið verður upp á uppryfjunarnámskeið í t.d. fyrstu hjálp, leitartækni og fjarskiptum.Þessir punktar eru aðeins til viðmiðunar, boðað verður til fundar mjög fljótlega með tölvupósti. Þar verður málið kynnt betur og farið yfir þessa hugmynd og lagt á ráðin hvernig fólk vill sjá þetta fyrri sér.

Nánari upplýsngar veita Andrjes GSM 8488404 & Arngrímur GSM 8602797

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Hjálparsveitarlíkamsrækt.

Hjálparsveitin hefur ákeðið að bjóða félögum sínum ódýra líkamsrækt, einu sinni í viku í tíu vikur.
Þjálfari verður Vala Mörk frá Kettlebells Iceland.
Fókuserað verður á æfingar með eigin líkamsþyngd og verður ketilbjölluæfingum blandað við þær.
Æfingarnar munu fara fram utanhúss í allra næsta nágrenni M6 og verða á fimmtudögum kl. 18.00 eða litlu síðar henti það betur. Æfingar ganga út á að koma fólki í gott alhliða form með því að gera krefjandi og skemmtilegar, en ekki of tæknilegar æfingar.
Hér er linkur á nokkrar umsagnir http://www.kettlebells.is/stundaskra/umsagnir
Við stefnum á að ná saman 10 manna hópi að lágmarki og að fyrsta æfing verði haldin 6. oktober. ATH. Þessar æfingar geta hentað öllum bæði Trausta og Matta, Hönnu Lilju og Ninnu.
Hver og einn gerir það sem hann getur sama hvort hann er í góðu formi eða lélegra fyrir.

Nánar á korkinum.

Líkamsræktarnefndin.

—————-
Texti m. mynd: Æfingar fara fram í næsta nágrenni við M6.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Sveitarfundur haldinn 27. september næstkomandi

Sveitarfundur HSSR verður haldinn þriðjudaginn 27.september næstkomandi kl. 20 að Malarhöfða 6.

Dagkrá fundarins.
1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
3. Stjórnin leggur fram skýrslu um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Dagskrá vetrarins
5. Útkallshópar – útkallsmál
6. Erindi frá
Laganefnd
Uppstillingarnefnd
Flugeldanefnd
Neyðarkarl
7. HSSR félagar segja frá ferð á WASAR ráðstefnu í maí síðastliðnum sem var í Washington fylki í Bandaríkjunum
8. Önnur mál
9. Kaffi, spjall og myndartaka

Senn líður að sölu Neyðarkalls Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ætlun okkar hjá HSSR að gera enn betur en á síðasta ári.
Til að markaðsetja félagasöluna betur þá bjóðum við upp á myndatöku af félögum í Landsbjargargallanum eins og sést hér. Þessa mynd geta félagar t.d. notað á facebook síðu sinni, sent með tölvupósti eða nýtt til markaðssetningar á þann hátt sem það vill.
Myndataka hefst kl. 19.00 og stendur í klukkutíma fram yfir sveitarfund.
Allir að mæta tímalega, vera með Landsbjargarjakka með sér eða flíspeysu og brosið.

Stjórn hvetur alla félaga til að mæta

—————-
Texti m. mynd: Hvernig mun þín mynd líta út!
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir

Sýning á myndinni Norð Vestur þann 3. október nk.

HSSR félagar ætla að skella sér í bíó mánudaginn 3. október kl. 20 og sjá heimildarbíómyndina Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið sem féll á Flateyri aðfaranótt 26. október 1995. Þetta er afar vel gerð mynd og í henni er að finna fjölda viðtala við íbúa, björgunarfólk og fórnarlömb sem sum hver voru föst lengi í flóðinu. Nánari upplýsingar um myndina er að finna á vef Bíó Paradísar.
Eftir sýninguna færum við okkur í miðrými Bíó Paradísarinnar og þar ætlar Lambi, og máské einhverjir aðrir sem fóru vestur, að greina aðeins frá sinni sýn á þennan atburð og svara spurningum ef einhverjar verða.
Miðaverð er kr. 1.200, en lækkar í kr. 900 ef við verðum 20 eða fleiri. Forsvarsfólk Bíó Paradísar þarf tímanlega að fá upplýsingar um mætingu og því verða síðustu forvöð að skrá sig miðvikudaginn 28. september kl. 23:59. Gestir eru afar velkomnir á þessa sýningu og því tilvalið að bjóða góðu fólki með!
Förum öll saman í bíó til þess að sjá fræðandi og áhugaverða mynd um atburð sem mótaði eitt mesta hamfaraár í seinni tíma sögu landsins.

Skráning hér.

—————-
Texti m. mynd: Norð Vestur í Bíó Paradís.
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson

Kynning á starfsemi Vélsleðahóps

Í kvöld mánudag kl:20,30 verður kynning á vélsleðahóp og eru þeir sem hafa áhuga og eru forvitnir um starf hópsins boðið að koma og hitta meðlimi hópsins á léttri kynningu og spjalli og eru allir þeir sem hafa áhuga á að starfa með hópnum sérstaklega velkomnir.

—————-
Höfundur: Kjartan Þór Þorbjörnsson

Lykilfundur

S.l. sunnudag hélt stjórn vinnufund með stjórnendum hópa og fleira lykilfólki í sveitinni.

Dagskráin hófst með fyrirlestri Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar íþróttasálfræðings og þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Inntakið hjá honum var hvað þarf til að skara fram úr, vera meistari á sínu sviði.

Síðan var fjallað um dagskrá komandi vetrar, áherslur útkallshópa og greiningu á útköllum undanfarið, þ.á.m. mætingu í útköll.

Gerð var könnun á viðhorfi fundarins til ýmissa þátta í starfinu, með áherslu á útköll. Niðurstaðan úr þeirri könnun er aðgengileg á innra svæði vefsins undir gögn, 2011, skýrslur. Niðurstöðurnar voru ræddar í vinnuhópum og kynntu hóparnir sýn sína í lokin.

Dagurinn endaði á fyrirlestri Harðar Más Harðarsonar formanns Slysavarnafélagsins Landbjargar um aðgerðarmál.

Stjórn þakkar öllum sem mættu og tóku þátt í þessum fína vinnudegi. Ágætis veganesti til úrvinnslu á komandi vetri liggur nú fyrir.

—————-
Texti m. mynd: Sveitarforinginn messar
Höfundur: Örn Guðmundsson

Landsæfing 8. október

Æfingin verður haldin á Vestfjörðum í umsjón sveita á svæði 7. Gert er ráð fyrir því að verkefni byrji um kl 8 á laugardegium. Áætlað er að æfingunni ljúki svo með sundi og grilli um kl 18Þegar hópar koma á svæðið verður þeim afhent verkefnamappa. Þar verður lýsing á öllum verkefnum með staðsetningu ofl. Boðið verður upp á gistingu en hópar þurfa að koma með dínur. Allir hópar munu fá almenn verkefni en svo verður sérhæfðum verkefnum úthlutað til þeirra sem þess óska.Þar sem flest allir þátttakendur þurfa um langann veg að fara er eindregið mælt með því hópar gisti og séu alls ekki að keyra langar leiðir lítið sem ekkert Stjórn HSSR hvetur félagsmenn til þátttöku og verið er að safna í hóp til að skreppa vestur undir forystu Óla Jóns og Brynjars Jóhannessonar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Ert þú efni í Undanfara?

Hefur þú áhuga á að starfa með Undanförum?

Undanfarar eru 10-12 manna hópur innan HSSR sem sérhæfir sig í leit og björgun við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi.
Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og er að jafnaði um 5 manna hópur í þjálfun hverju sinni sem tekur virkan þátt í öllu starfi að undanfaraútköllum undanskildum.

Ef þú hefur gaman af því að ferðast um brattlendi og jökla, hræðist ekki erfiðar aðstæður og vond veður…
Ef þú hefur brennandi áhuga á fjallafræðunum, vilt kunna að tosa í réttu spottana og ert forfallinn græjufíkill… Þá er þetta kannski málið fyrir þig.

Í þetta sinn eru 2 laus pláss en umsækjendur þurfa að hafa lokið fyrsta ári nýliðaþjálfunnar (Nýliðar II og lengra komnir). Í umsókninni þarf að koma fram meðal annars hversu mörg ár þú hefur verið í hjálparsveit, hvaða auka námskeiðum þú hefur lokið og hvers konar fjallamennskureynslu þú hefur. Athugið að í þjálfun með Undanförum er þess krafist að menn sæki sér stöðugt aukna fjallamennskureynslu á eigin vegum jafnframt því æfa með Undanförum.

Áhugasamir sendi tölvupóst á Danna á dam3(hjá)hi.is. Allar nánari spurningar um það hvað felst í starfinu eru mjög velkomnar.

Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Undanfara á Rigging
Höfundur: Daníel Másson