Category Archives: Tilkynningar

Tilkynningar til félaga.

Kristinn hættur hjá Landsbjörg

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur tilkynnt stjórn félagsins um uppsögn sína. Hann hefur verið framkvæmdastjóri SL frá því 1. febrúar 2007.
Kristinn lætur af störfum í lok vikunnar en mun sinna einstökum verkefnum fyrir félagið fram yfir miðjan febrúarmánuð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

M6 þrif

Allir útkallshópar auk NI og NII hafa fengið úthlutað einum mánuði á ári þar sem hópurinn er ábyrgur fyrir að þrífa húsnæði sveitarinnar. Gert er ráð fyrir að þrifin fari fram milli 10. og 25. hvers mánaðar.Nánari upplýsingar um verklag og röðun á mánuði er að finna á upplýsingatöflu á M6. Það er á ábyrgð stjórnenda í viðkomandi hópum að þrifin séu framkvæmd. Tækjahópar eru ekki í skipulaginu enda sjá þeir um þrif á tækjageymslu alla mánuði ársins.

Janúarmánuður var í umsjón Búðahóps og byrjunin var glæsileg. Eftir þriggja tíma törn var komið annað og betra loft í húsið. Það má sjá myndir frá þrifunum á https://picasaweb.google.com/111364098869959018394/M6Rifinn#

—————-
Texti m. mynd: Skúrað út í lokinn
Höfundur: Haukur Harðarson

Fyrirlestur – björgunarleiðangur á Skessuhorn

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.00 mun Jón Gauti Jónsson fararstjóri og fjallaleiðsögumaður, flytja fyrirlestur um örlagaríka gönguferð á Skessuhorn að vetrarlagi 28. mars 2009 þar sem kona hrapaði niður fjallshlíðina og umfangsmikill björgunarleiðangur fylgdi í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn standi í um 90 mínútur. Allir velkomnir, nýliðar sem fullgildir. Skráning er á D4H og planið er að klár nammið úr flugeldasölunni.

Slysið varð í ferð gönguhópsins Toppafara og hér má lesa frásögn ferðafélaganna af atvikinu: http://www.fjallgongur.is/tindur21_skessuhorn_280309.htm.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fræðslukvöld sjúkrahóps

Minni á opið fræðslukvöld sjúkrahóps sem verður á fimmtudaginn næstkomandi kl. 20 en þá ætlum við að rifja upp spelkun og sáraumbúðir.

Hvet alla til að mæta og sérstaklega þá sem hafa kannski ekki tekið fyrstu hjálp á allra síðustu árum, en eins og allir vita er mikilvægt að dusta rykið af kunnáttunni og æfa sig.

kv.

Sjúkrahópur.

—————-
Höfundur: Rún Knútsdóttir

Uppgreiðsla lána af M6

Á síðasta aðaldundi HSSR var stjórn falið að kanna möguleika á að greiða upp eftirstöðvar lána af húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 og greiða þau lán upp ef samkomulag næðist við Arion banka. Nú er þessu ferli lokið og niðurstaðan var að Arion banki stóð við bakið á okkur og styrkir okkur sem nemur kostnaði við uppgreiðsluna. Í framhaldi af því er búið að greiða upp öll lán og við eigum því M6 skuldlaust. Ánægjulegur dagur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Ljósmyndasýning 112 daginn

Það verður ljósmyndasýning í Smáralind í tengslum við 112 daginn sem haldin verður 11. febrúar. Verið er að leita eftir myndum frá störfum viðbragðsaðila og þá er bæði verðið að tala um aðgerðir, æfingar, fjáraflanir og annað starf. Það eru auknar líkur á því að myndir verði fyrir valinu ef fatnaður og tæki erum merkt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ólöfu Snæhólm hjá SL og netfangið hjá henni er olof@landsbjorg.is. HSSR er einnig alltaf að leita að góðum myndum í húsnæðið þannig að hugsanlega má slá tvær flugur, sýna í Smáralind og verða ódauðleg/ur á veggjum M6. Nú er um að gera að leita í safninu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

HSSR ketilbjöllur

Ketilbjöllurnar eru að hefjast aftur og verður fyrsta æfing fimmtudaginn 19. janúar kl. 18. (Athugið frestuð dagsetning vegna flugeldafrágangs). Það eru 15 manns búnir að skrá sig en okkur vantar fleiri í hópinn. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á gjaldkeri@hssr.is Hérna er hægt að fá upplýsingar um ketilbjöllur www.kettlebells.is

—————-
Höfundur: Anna Dagmar Arnarsdóttir

Húsið að komast í eðlilegt horf

Það er búið að bera á gólf í byrgðageymslu, allir flugeldar komnir úr húsi og allt klárt til að flytja inn að nýju eftir flugeldasölu. Stjórnendur útkallshópa eru beðnir um að ganga í það að koma útkallsbúnaði og öðrum búnaði aftur a sinn vísa stað. Auðvitað má einnig breyta, færa til og endurskipuleggja, nú er tækifærið. Umsjónarmenn með almennum búnaði eru beðnir að koma honum á sinn stað.

Gert er ráð fyrir að borið verði á gólf í tækjageymslu í kvöld, 11. janúar en þó að það sé gert er upplagt að vinna í byrgðageymslu. Við stefnum að því að vera búin að koma okkur endanlega fyrir þann 16. janúar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugeldagleði

Fyrir þá sem ekki fengu nægju sína á gamlárskvöld bendum við á http://wimp.com/londonfireworks/ þar sem sjá má miðnæturflugeldasýningu í bænum London. Þessi sýning virðist slaga upp í sýningu HSSR og Vodafone á Menningarnótt.

Á laugardagskvöldið 7. janúar verður svo árleg FLUGELDAGLEÐI.
Hátíðin verður að þessu sinni haldin á SJÁVARBARNUM við GRANDAGARÐ ( í þarnæsta húsi við björgunarsveitina Ársæl), hefst kl. 20.30 og stendur til 23.30Einhverjar veitingar verða í boði flugeldanefndar auk lifandi tónlistar.
Undir miðnætti tekur hver sína stefnu eins og honum sínist best.

Allir félagar eru hvattir til að mæta í vinnu á laugardaginni, ef mæting verður góð má gera ráð fyrir að við förum langt með frágang. Gerum ráð fyrir að geta byrjað að raða inn í hús um miðjan mánuð eftir að búið verður að bera á gólf á neðrihæð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Vinnulistar

Nú fara að detta inn hjá ykkur vinnulistar vegna flugeldasölu. Mikilvægt er að þeim sé skilað inn fyrir jól því það þarf að vinna úr þeim, útbúa vaktaplön, matarpantanir og svo framvegis. Það er einnig mikilvægt að skila inn listum þó þú eigir ekki möguleika á að mæta. Það minnkar vinnu við úthringingar sveitarforingja um jólin.

Gott að að hafa í huga að erfitt er að byrja að mæta þegar örtröðin er byrjuð, það er betra að taka rólegri tíma í að læra. Mikilvægt er að mæta vel þann 27. desember, það er dagurinn sem við setjum upp allar búðir. Þá má gera ráð fyrir vinnu fram eftir kvöldi.

Sjáumst og hafið það gott um jólinn

Haukur Harðarson, sveitarforingi

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson