Category Archives: Útköll

Leitað að tveimur mönnum við Hvalvatn

17 félagar frá HSSR hafa, ásamt öðrum sveitum Landsbjargar, leitað í nótt að tveimur mönnum sem villtust við Hvalvatn.
Annar maðurinn fannst klukkan rúmlega fjögur í morgun heill á húfi, hinn síðan rétt um sjöleytið, einnig heill á húfi.
Mennirnir höfðu fest bifreið sína upp við Hvalvatn á fimmtudagskvöldið.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Slasaður maður í Esju

Undanfarar og tækjaflokksmenn HSSR voru kallaðir út klukkan 16:30 vegna manns sem hafði slasast við Svínaskarðsveg sem liggur austast í Esju, maðurinn var þar á ferð við annan mann sá hafði símasamband við Neyðarlínuna. Reykur 3 komst alla leið á slysstað og flutti hinn slasaða síðan á Slysadeild LHS.

Alls komu 8 félagar í HSSR að útkallinu sem lauk um klukkan 20

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Útköll síðustu daga

Nokkur útköll hafa verið í júlí vegna slysa í Esjunni nú síðast í gærkvöld ökklabrotnaði þar maður og sendi HSSR undanfara þangað. Fyrr um daginn barst undanförum útkall vegna konu sem var í andnauð í Brynjudal en það útkall var afturkallað áður en félagar HSSR fóru úr húsi. Í síðustu viku var annað útkall í Esjuna þar sem maður hafði fótbrotnað. Í gærkvöld var sett í gang leit að manni sem hafði yfirgefið bílinn sinn á Nesjavallavegi, leit stóð fram undir morgun og var framhaldið upp úr klukkan átta í morgun. Maðurinn kom síðan fram rétt eftir hádegi í dag.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Björgun

Um 18:30 laugardaginn 27.6 bárust sveitinni boð um að vélsleðamaður hefði fallið í sprungu á Geitlandsjökli. Undanfarar voru ræstir út á rauðu útkalli og þyrla LHG fór með þrjá þeirra upp á Geitlandsjökul. Þar voru fyrir björgunarsveitir frá vesturlandi. Bíll frá HSSR sótti undanfara HSSR auk undanfara frá Ársæli á jökulinn. Nokkuð var fjallað um það hjá RUV að langan tíma hefið tekið að manna þyrluna með fjallafólki. Sú frétt er að hluta rétt en að hluta byggð á vankunnáttu fréttamanns. Þar virðist gengið út frá því að viðbragðstími einstaklinga á launaðri bakvakt og áhugamanna sé sá sami og að allir björgunarmenn getir sinnt útkalli sem þessu. Í sumum tilvikum er viðbragðstíminn sá sami en í öðrum tilvikum er hann lengri og það var reyndin á laugardaginn. Það er jú munur á áhugamennsku og atvinnumennsku. Þetta hafði þó á engan hátt áhrif á björgunina sem gekk mjög vel og tók stuttan tíma.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit

Um klukkan tvö í dag var HSSR kölluð út til leitar að manni sunnan Hafnarfjarðar. Maðurinn fannst rétt fyrir klukkan fimm heill á húfi. Tólf félagar tóku þátt í leitinni á fjórum bílum.

—————-
Höfundur: Svava Ólafsdóttir

Fólk villt í þoku í Esju

19 félagar frá HSSR tóku þátt í leit í gærkvöldi að konu sem saknað var í Esju. Konan, sem villtist í þoku á toppi Esju, rakst svo á tvo Kanadamenn sem einnig voru villtir. Símasamband var við hópinn og var afráðið að hann héldi kyrru fyrir þar til björgunarsveitamenn fyndu hann. Íslendingur þaulkunnugur fjallinu gekk fram á hópinn skömmu síðar og fylgdi hann fólkinu niður til móts við björgunarsveitamenn.

Aðgerðinni lauk um miðnætti og fóru þá flestir í sumargleði HSSR og frábæra lambasúpu veislu að hætti "Lamba", fram á morgun.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Vert að hugleiða og bæta úr

Fyrir stuttu var útkall á Vífilsfell. Í fyrstu var talið að það þyrfti að aðstoða einstakling úr sjálfheldu en hann reyndist ekki á þeim stað þar sem hann taldi sig vera. Því snérist útkallið upp í leit og nutum við aðstoðar þyrlu við hana. Fljótlega eftir að þyrlan kom á svæðið tilkynnti hún um að hún hafi fundið konuna. Þegar að sigmaður var að fara að síga úr þyrluni kom í ljós að þeir höfðu „fundið“ björgunarsveitarmann sem var klæddur í svartan galla og ómerktur. Ljóst er að þarna var um að ræða einstakling frá HSSR og vill stjórn sveitarinnar brýna það fyrir félögum að nota einkennisfatnað SL eða vesti ef hann er ekki fyrir hendi.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Leit og björgun í Vífilfelli

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð út klukkan rúmlega 17:00 í dag vegna stúlku sem er í sjálfheldu ofarlega í Vífilfelli. Þrír hópar björgunarsveitarmanna eru á staðnum og leita nú nákvæmrar staðsetningar stúlkunnar. Hún hefur verið í símasambandi og er stödd í erfiðu klettabelti og getur ekki staðið upp svo björgunarsveitarmenn sjái hana.Þyrla er komin á svæðið nú klukkan rúmlega 19 til aðstoðar sem og Spora menn úr Hafnarfirði, HSSK er einnig að búa sig til leitar.Þyrlan fann konuna um klukkan 19:45 og hífði hana um borð.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson

Óveðursaðstoð

Sunnudaginn 19. apríl var HSSR kölluð út vegna til aðstoðar vegna óveðurs. Sveitin var að störfum innan höfuðborgarsvæðisins og aðallega var starfið fólgið í því að hemja lausa hluti. Tveir bílar með mannsskap voru að störfum frá okkur.

http://www.visir.is/article/20090419/FRETTIR01/110424158

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson